Rohingyar í neyð

Flóttafólk úr röðum Rohingya hafa flúið ofbeldi í Myanmar í gríðarlegu magni – og fjöldi þess heldur áfram að aukast.

Það gengur svo dögum skiptir í gegnum frumskóga og yfir fjöll eða takast hættulega sjóferð á hendur yfir Bengalflóann. Það kemur úrvinda, svelt og veikt á áfangastað – og þarf á alþjóðlegri vernd og mannúðaraðstoð að halda.

Gefa peninga núna

Áætlað er að

647 000 flóttamenn úr röðum Rohingya hafi flúið til Bangladesh frá 25. ágúst, 2017

 

Mat Sameinuðu þjóðanna frá og með 7. janúar, 2018

Rohingyar eru ríkisfangslaus múslimskur minnihluti í Myanmar. Nýjasti fólksflóttinn hófst þann 25. ágúst, 2017, þegar átök brutust út í Rakhine-héraði í Myanmar. Mikill meirihluti flóttafólks úr röðum Rohingya sem ná til Bangladesh eru konur og börn, þar með talið hvítvoðungar. Margir aðrir eru aldrað fólk sem þarfnast frekari aðstoðar og verndar.

Tvær fyrirliggjandi flóttamannabúðir í Kutupalong og Nayapara, sem komið var á fót upp úr 1990s, veittu þegar yfir 33.000 Rohingya-flóttamönnum heimili áður en þessi straumur hófst. Núna hefur íbúafjöldi búðanna hækkað upp í áætluð 77.000, sem er langt yfir því sem sú aðstaða sem fyrir er ræður við, og margir nýkomnir flóttamenn fá að búa hjá flóttamannafjölskyldum eða gista í skólum búðana, samkomuhúsum og öðrum byggingum.

 

„Þeir brenndu húsið okkar og hröktu okkur á brott með skotum. Við gengum í þrjá daga í gegnum frumskóginn.“

–Mohammed, sem flúði til Bangladesh með sjö manna fjölskyldu sína, þar með talið ungbarn sem fæddist á leiðinni

 

Mikill meirihluti nýkominna flóttamanna búa núna utan búðanna, í bráðabirgðahúsnæði og tímabundnum skýlum, sem eru oft ekkert meira en segldúkur sem er strengdur yfir bambusstaura. Innviðir og þjónusta ráða ekki við fjöldann. Fleiri flóttamenn halda áfram að koma í afar slæmu ásigkomulagi. Við vinnum með stjórnvöldum í Bangladesh og öðrum yfirvöldum að því að finna hentug svæði til að koma þeim fyrir.

Eftir því sem fleiri flóttamenn koma á hverjum degi, er bráð þörf á neyðarskýlum og landi undir þau, teppum og annari aðstoð. Til að draga úr hættu á sjúkdómum sem berast með vatni og lofti þarf flóttafólk og gistisamfélög meira hreint vatn, heilsugæslu og önnur aðföng eins fljótt og hægt er. Barnshafandi konur, ungbörn og eldra fólk eru sérstaklega viðkvæmir hópar.

Hvað gerir flóttamannafulltrúi SÞ til að hjálpa?

 Flóttamannafulltrúi SÞ leiðir neyðarviðbrögð í búðunum tveimur, Kutupalong og Nayapara, þar sem við veitum lífsnauðsynlega aðstoð og vernd til flóttamanna úr röðum Rohingya, í nánu samstarfi við samstarfsaðila og yfirvöld.

Við veitum ýmiss konar neyðarskýli alls staðar þar sem þau eru tiltæk, allt frá plastdúkum til tímabundinna bambuskofa til almenningsbygginga, eins og skóla sem eru notaðir sem tímabundin skýli.

Við útbýtum einnig teppum, eldhúsáhöldum, brúsum, sólarluktum, svefnmottum og moskítónetum. Fyrstu tveir neyðarflutningar flóttamannafulltrúa SÞ með loftbrú sem innihéldu 3.500 hjálparvörur og 1.700 fjölskyldutjöld komu til Dhaka þann 13. september – nóg til að mæta beinum þörfum 25.000 flóttamanna. Verið er að skipuleggja frekara flug.

Við höldum áfram að auðkenna þá sem eru viðkvæmastir í hópi nýkominna, eins og fylgdarlaus börn, barnshafandi konur, aldraða og fatlaða. Verndarstarfsfólk okkar vinnur að því að koma á fót barnvænum svæðum og til að koma í veg fyrir kynferðislegt og kynbundið ofbeldi.

Flóttamannafulltrúi SÞ vantar þegar í stað áætlaðar 30 millóir Bandaríkjadala til að bregðast við áframhaldandi neyð í Bangladesh, sem þurfti þegar að bjarga sér úr miklum flóðum áður en straumur flóttamanna skall á. Af þessari upphæð vantar 6 milljónir Bandaríkjadala þegar í stað fyrir skýlum og grundvallarhjálparvörur fyrir Rohingya-flóttamenn. Miklu meira þarf að gera til að mæta bráðaþarfir barna, kvenna og manna sem flýja átök.

01/11/2017