Tíu spurningar og svör varðandi Sáttmála um málefni flóttamanna.

Það er nýtt samkomulag fyrir flóttamenn og þau samfélög sem hýsa þá – Sáttmálinn um málefni flóttamanna.

 

1. Hvers vegna þurfum við sáttmála um málefni flóttamanna?

Í lok árs 2017 voru um 25,4 milljónir flóttamanna um heim allan. Byrðin og ábyrgðin á því að hýsa svo mikinn fjölda flóttamanna fellur áfram ójafnt á fremur fá lönd. Tíu lönd hýsa 60 prósent af flóttamönnum heims og stærstur hluti flóttamanna (85 prósent) býr í þróunarlöndum sem glíma við sín eigin þróunarvandamál. Nauðsynlegt er að styðja þessi lönd og að finna hnattræna lausn fyrir þá sem flýja land. Þetta má gera með því að styrkja samvinnu ríkja, alþjóðlegra stofnana, borgaralegs samfélags og einkageirans. Um þetta snýst einmitt Sáttmálinn um málefni flóttamanna. Það er nýtt samkomulag fyrir flóttamenn og þau samfélög sem hýsa þá. Sáttmálinn leitast við að bæta verndarskilyrði flóttamanna í gistilöndum, til dæmis með því að draga úr þörfinni á hættulegum áframhaldandi ferðum og tryggja að þróun þessara landa og samfélaga líði ekki fyrir örlæti þeirra. Sáttmálinn þýðir þær skuldbindingar sem gerðar voru af 193 ríkjum Sameinuðu þjóðanna með samþykkt New York yfirlýsingarinnar fyrir flóttamenn og innflytjendur í september 2016, í hagnýtar, raunhæfar ráðstafanir. Það er áætlun sem leiðbeinir og styrkir hina alþjóðlegu flóttamannasvörun til að gistiríki fái þann tímanlega stuðning sem þau þurfa, flóttamenn fái aðgang að heilbrigðisþjónustu og menntun, auk möguleika á því að lifa frjóu lífi, og loks að lausna á stöðu flóttamanna sé leitað frá upphafi. Hún mun gera svörun kerfisbundnari og örva viðbrögð og veitingu bjargráða, bæði landlægt og á alþjóðlega vísu.

2. Af hverju samanstendur sáttmálinn?

Sáttmálinn samanstendur af fjórum hlutum. Fyrst er inngangur þar sem bakgrunnur, leiðbeinandi meginreglur og markmið eru kynnt. Seinni hluti er „Alhliða flóttamannasvörunarramminn‟ (CRRF). Þriðji hlutinn er „Aðgerðaáætlun‟ sem leggur línurnar að áþreifanlegum mælikvarða sem auðveldar því að markmiðum samkomulagsins sé náð. Að lokum hefur sáttmálinn „Fyrirkomulag‟ um eftirfylgni og endurskoðun, sem mun að mestu leyti fara fram í gegn um hnattrænan samstarfsvettvang um mál flóttamanna á fjögurra ára fresti.

3. Hverju viljum við ná fram með sáttmálanum?

Fjögur meginmarkmið hans eru að:

  • Minnka þrýstinginn á gistilönd. Næstum 9 af hverjum 10 flóttamönnum leita skjóls í suðurhluta heimsins. Þau lönd sem mest ábyrgð fellur nú á axla hana einungis vegna landfræðilegrar staðsetningar. Þessi lönd þurfa að vita að allur heimurinn stendur á bak við þau og er tilbúin til að styðja þau. Bæði með fjárveitingu en einnig með annars konar úrræðum, svo sem tæknilegri sérfræðikunnáttu og sérþekkingu.
  • Aukin sjálfsbjörg flóttafólks. Flóttamenn búa yfir hæfileikum og reynslu. Þeir búa líka yfir mikilli seiglu, styrk og vilja til að komast aftur á fót. Með því að veita þeim tækifæri til að taka þátt í menntun og vinnu öðlast þeir tækifæri til þess að sjá fyrir sjálfum sér og fjölskyldum sínum – þetta hjálpar flóttamönnum að endurheimta mannlega reisn og að taka stjórn á eigin lífi.
  • Auka aðgengi að lausnum fyrir þriðja ríki; svo sem fjölskyldusameiningu, atvinnuleyfum, námsstyrkjum, kostun, og endurbúsetu. Endurbúseta getur veitt sumum af hópi viðkvæmustu einstaklingum í heiminum vonarglætu,jafnvel bjargað lífum, og hún sendir skýr skilaboð um stuðning til helstu gistilanda.
  • Byggja upp aðstæður í upprunalöndum, til þess að flóttamenn geti snúið aftur sjálfviljugir með öryggi og sæmd.

Í stuttu máli sagt mun Sáttmálinn um málefni flóttamanna leiða af sér fyrirsjáanlegri stuðning við gistilönd og samfélög, fleiri staði fyrir endurbúsetu og aðrar lagalegar leiðir til þriðja lands, og meiri þátttöku í lausn ágreiningsmála (og frumorsaka), sem gerir það að verkum að sjálfviljugur heimflutningur flóttamanna getur orðið að raunverulegum og sjálfbærum möguleika. Allir þættir krefjast samvinnu og jafnrar staðfestu.

4. Hvernig tengist Sáttmálinn um málefni flóttamanna Sáttmála um fólksflutninga?

Báðir sáttmálar eiga uppruna sinn í þeim skuldbindingum sem gerðar voru þegar aðildarríki SÞ samþykktu New York-yfirlýsinguna árið 2016, en Sáttmálinn um málefni flóttamanna nær einungis yfir flóttamenn. Öndvert við Sáttmálann um fólksflutninga, hefur framþróun Sáttmálans um málefni flóttamanna verið leidd áfram af Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, í samvinnu við aðildarríki SÞ og frjáls félagasamtök. Breiður hópur hagsmunaaðila hefur veitt tæplega fimm hundruð framlög í rituðu máli sem aðgengileg eru almenningi.

5. Kemur samkomulagið í stað Genfarsáttmálans um flóttamenn?

Nei. Sáttmálinn byggist á, en kemur ekki í stað, núgildandi alþjóðlegs lagakerfis fyrir flóttamenn – þar með talinn er Flóttamannasamningurinn 1951  og aðrir lagagerningar varðandi flóttamenn, mannréttindi og mannúðarlög. Flóttamannasáttmálinn einblínir á réttindi flóttamanna og kröfur til ríkja. Sáttmálinn um málefni flóttamanna áréttir þessa staðla og meginreglur og leggur áherslu á aukna alþjóðlega samvinnu fyrir sanngjarnari, kerfisbundnari og alhliða svörun svo að flóttamenn og aðilar sem hýsa þá geti reitt sig á sterkan stuðning.

6. Er sáttmálinn lögbundinn?

Nei. Það er skjal sem hefur verið ítarlega samið í nánu samstarfi við ríki og marga aðra hagsmunaaðila á undanförnum 18 mánuðum, sem miðar að því að auka grunninn að stuðningi við flóttamenn og samfélög sem hýsa þá. Lokatextinn var skrifaður í einingu, byggður á sterkri skuldbindingu við verndun flóttamanna á alþjóðavísu og alþjóðlegt samstarf. Hann skapar ekki nýja lagaskyldu, né breytir hann tilskipuninni fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

7. Hver stendur bak við Flóttamannasáttmálann?

Flóttamannastofnun SÞ var boðið af Allsherjarþingi SÞ að leggja fram fyrirhugaðan sáttmála til umfjöllunar hjá Allsherjarþinginu á 73. þinginu, og samhliða árlegum ásetningi varðandi Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Yfir þá 18 mánuði sem ákafar samræður hafa átt sér stað hafa aðildarríki SÞ, sérfræðingar, borgaralegt samfélag og flóttamenn tileinkað sér samræður er snerta málefnið, sem og viðræðufundi, og uppgjör á Samræðum Flóttamannastofnunarinnar um viðfangsefni er varða vernd í desember 2017. Þar að auki bætist við sá lærdómur sem hlaust í kjölfar Alhliða flóttamannasvörunaraðgerðarammans í 15 löndum árin 2017 og 2018. Mikil þátttaka af hálfu aðildarríkja SÞ átti sér stað í yfirgripsmiklum samráðsferli seinustu 18 mánuði, og lokaskjalið sem flóttamannafulltrúinn hefur kynnt fyrir Allsherjarþinginu nýtur víðfeðms stuðnings.

8. Styðja aðildarríki SÞ Sáttmálann um málefni flóttamanna?

Já, mikill meirihluti. Þann 13. nóvember 2018 samþykkti (þriðja) Nefnd Allsherjarráðs SÞ um félags-, mannúðar- og menningarmál ályktun, sem staðfestir sáttmálann um málefni flóttamanna, með afgerandi meirihluta og hefur hún sent textann til allsherjarfundar Allsherjarþings SÞ til samþykktar, sem áætluð er að morgni 17. desembers. 176 ríki, tileinkuðu sér hann sem hluta af ályktun Nefndar allsherjarþings um félags-, mannúðar- og menningarmál (þriðja) þann 13. nóvember. Textinn er sendur til samþykktar til allsherjarfundar Allsherjarþings SÞ, sem áætluð er að morgni 17. desembers 2018. Þetta er sammælisskjal og stendur fyrir marghliða samvinnu í verki í heiminum í dag. Búist er við því að Allsherjarþingið muni taka samninginn í gildi sem hluta af árlegri „allrahanda‟ ályktun um Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.  Í gegnum tíðina hefur ályktunin verið innleidd einhuga þótt hún gæti einnig komist í gegn með stuðningi meirihluta eins og margar aðrar ályktanir gera.

9. Má búast við fjölgun flóttamanna í Norður-Evrópu í kjölfar sáttmálans?

Flóttamenn flýja stríð, ofsóknir og mannréttindabrot. Flótti þeirra er ekki sjálfviljugur og hann er ekki hægt að skipuleggja. Á alþjóðlegum skala flýr stærstur meirihluti flóttamanna (85 prósent) til þróunarlanda, nálægt fyrrum heimalöndum sínum, sem eiga við sinn eigin vanda að stríða hvað varðar þróun. Einn lykilhluti Sáttmálans um málefni flóttamanna er það að ganga úr skugga um að lönd sem hýsa flóttamenn hafi betri stuðning og að flóttamenn geti verið sjálfbjarga í því landi sem þeir hafa flúið til. Með þessum leiðum er leitast eftir að auka vernd fyrir flóttamenn í gistilöndum, þar með talið að minnka þörf fyrir hættulegar áframhreyfingar, og til að tryggja að þróun þessara landa og samfélög líði ekki fyrir örlæti sitt. Samningurinn stefnir einnig að því að opna fleiri lagalegar leiðir að varanlegum lausnum, þar með talið er endurbúseta til þriðja lands, svo sem þeirra í Norður-Evrópu.

10. Hvar má finna frekari upplýsingar?

Á heimasíðu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna er sérstakur bálkur tileinkaður skilningi á Sáttmála um málefni flóttamanna. Sáttmálann um málefni flóttamanna má lesa hér.