Ísland styrkir UNHCR um ISK 6,5 milljónir vegna neyðarástandsins í Sýrlandi

Íslensk stjórnvöld hafa gefið UNHCR – Flóttamannastofnun SÞ 6,5 milljónir króna (US$ 51,000) til stuðnings fólki sem hefur neyðst til að flýja átökin í Sýrlandi. Frá því að átökin í Sýrlandi hófust hafa rúmlega 660,000 Sýrlendingar flúið yfir til nágrannalandanna. Rúmlega helmingur þeirra er börn. Ennfremur er áætlað að 2,5 […]

Íslensk stjórnvöld hafa gefið UNHCR – Flóttamannastofnun SÞ 6,5 milljónir króna (US$ 51,000) til stuðnings fólki sem hefur neyðst til að flýja átökin í Sýrlandi.

Frá því að átökin í Sýrlandi hófust hafa rúmlega 660,000 Sýrlendingar flúið yfir til nágrannalandanna. Rúmlega helmingur þeirra er börn. Ennfremur er áætlað að 2,5 milljónir manna hafi flúið heimili sín og séu á vergangi innan Sýrlands. Á síðustu mánuðum hafa ofbeldi og átök farið vaxandi og búist er við að í lok júní 2013 muni 1 milljón manna hafa flúið yfir til nágrannalandanna. Aðstæður flóttafólksins eru mjög erfiðar vegna slæms vetrarveðurs í Sýrlandi og á nærliggjandi svæðum.

“UNHCR hefur biðlað til alþjóðasamfélagsins um 493.8 milljónir bandaríkjadala vegna neyðarástandsins í Sýrlandi. UNHCR þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir þeirra tímalega framlag, sem mun hjálpa UNHCR að styðja við þúsundir berskjaldaðra Sýrlendinga í vetrarhörkunum,” segir Pia Prytz Phiri, Umdæmisstjóri UNHCR fyrir Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin.

Aðgerðir UNHCR í nágrannalöndum Sýrlands snúa að því að veita flóttamönnum öryggi og skjól með því að sjá þeim fyrir sérútbúnum vetrartjöldum og auka dreifingu á plastlökum, dýnum, ofnum, hiturum og teppum. Þrátt fyrir vaxandi óstöðugleika innan Sýrlands hefur starfsfólk UNHCR haldið áfram að veita nauðsynlega aðstoð og vetraraðbúnað í borgunum Damascus, Aleppo, Al Hassakeh og Homs.

Starfsemi UNHCR er nánast eingönu fjármögnuð með frjálsum framlögum sem koma að mestu leyti frá ríkisstjórnum