Neyðarástand í Sýrlandi

Meira en fimm milljónir manna hafa flúið Sýrland frá árinu 2011 og farið til Líbanon, Jórdaníu, Írak og annað í leit að öryggi. Þar að auki eru milljónir manna á vergangi í eigin landi og eftir því sem stríðið dregst á langinn fer vonin þverrandi.

Styrkja

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vinnur baki brotnu við að veita aðstoð og stýrir samhæfðu átaki á svæðinu. Í samvinnu við samstarfsaðila okkar, félagasamtök og yfirvöld á staðnum, komum við til liðs við hjálparþurfi fólk.

Milljónir Sýrlendinga hafa flúið yfir landamæri í flótta frá sprengjum og byssukúlum sem hafa eyðilagt heimili þeirra.

Tyrkland hefur tekið á móti fleiri en 3,3 milljónum skráðra Sýrlendinga. Stærsti hluti þeirra býr í þéttbýli og þar af búa um 260.000 manns í 23 flóttamannabúðum, sem settar hafa verið upp í héruðunum Hatay, Gaziantep, Kilis og Sanliurfa.

Strit einkennir daglegt líf flóttafólks í Líbanon og býr það við mjög bágar efnahagslegar aðstæður. Um það bil 70% eru undir fátæktarmörkum og hafa minnna en 3,84 Bandaríkjadollara til umráða á dag. Engar formlegar flóttamannabúðir eru til staðar og búa fleiri en ein milljón Sýrlendinga í fleiri en 1.700 samfélögum og stöðum um allt landið, og deila þau oft smáum og yfirfullum húsakynnum með öðrum flóttamannafjölskyldum.

Þau gáfu okkur kex, ost, döðlur og þurrkað kjöt – það var allt mjög gott… Og þau gáfu okkur mottur, teppi og eldhúsbúnað.”

Fayzeh, þriggja barna móðir í Zaatari-búðunum í Jórdaníu

Í Jórdaníu eru nú fleiri en 650.000 karlar, konur og börn föst í útlegð. Um það bil 80% þeirra búa í þéttbýli en fleiri en 139.000 hafa fengið hæli í flóttamannabúðum í Za’atari og Azraq. Mörg þeirra voru með takmarkaðar tekjur sem dugðu skammt til að sinna grunnþörfum. Aðrir sem í byrjun gátu treyst á sparnað eða aðstoð frá fjölskyldum á staðnum þurfa nú í auknum mæli á aðstoð að halda.

Í Írak hefur Sýrlendingum einnig farið fjölgandi og eru nú um 246.000 talsins og í Egyptalandi veitir Flóttamannastofnunin fleiri en 126.000 manns vernd og aðstoð.

En þótt lífið í útlegð geti sannarlega verið erfitt, er staðan enn verri fyrir þá Sýrlendinga sem enn eru í heimalandinu.

Við héldum að það væri komið að okkur að deyja. En við vildum ekki deyja. Svo við ákváðum að fara

Sahar, 25 ára sýrlenskur flóttamaður í Líbanon

Hvernig veitir Flóttamannastofnunin aðstoð?

Við veitum nauðsynlega mannúðaraðstoð fyrir sýrlenskt flóttafólk. Við sjáum þeim sem mest þurfa fyrir reiðufé, fyrir lyfjum og mat, ofnum og eldsneyti fyrir kyndingu, einangrun fyrir tjöld, hitateppi og vetrarföt.

Snemma á árinu 2016 hafði stríðið í Sýrlandi staðið yfir í á sjötta ár og ekki sá fyrir endann á því. Við tókum höndum saman með öðrum mannúðar- og þróunarstofnunum Sameinuðu þjóðanna og leituðumst eftir 7,73 milljörðum Bandaríkjadollara sem skyldi fjármagna nauðsynlega aðstoð til handa 22,5 milljónum manna í Sýrlandi og á nærliggjandi svæðum.

Fjármögnunin var annars vegar vegna áætlunar um aðstoð vegna flóttamannavandans í nágrannaríkjum Sýrlands (Regional Refugee and Resilience Plan, 3RP) sem Flóttamannastofnunin stýrir. Óskað er eftir um 4,55 milljarða Bandaríkjadollara til stuðnings þeim 4,8 milljónir flóttafólks sem heldur til í nágrannaríkjunum og fjórum milljónum í samfélögunum sem hafa tekið á móti þeim. Hins vegar er áætlun fyrir Sýrland frá 2016 (Syria Humanitarian Response Plan) en fyrir hana er sótt um hér um bil 3,2 milljarða sem skulu nýttir í mannúðaraðstoð og vernd fyrir 13,5 milljónir flóttafólks í Sýrlandi.

„Ástandið í Sýrlandi er stærsta mannúðar- og flóttamannavandamál okkar tíma. Milljónir einstaklinga þjást enn, einstaklingar sem ættu að finna fyrir samhug og styrk á heimsvísu“.

Filippo Grandi, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna