'
;

Lausnir

Vi arbetar Við vinnum hörðum höndum að því að vernda og aðstoða flóttamenn, en endanlegt markmið okkar er að finna lausnir sem gera þeim kleift að byggja líf sitt upp að nýju.för att skydda och bistå flyktingar men vårt främsta mål är att hitta lösningar som gör det möjligt för dem att bygga upp sina liv igen.

Að finna leiðir til þess að flóttamenn geti lifað lífi sínu með reisn og í friði er kjarni starfsemi okkar. Það getur falið í sér að fara sjálfviljugur aftur til heimalands, setjast að í nýju landi og aðlögun.

Fyrir þá sem geta ekki snúið aftur, ýmist vegna áframhaldandi átaka, stríðs eða ofsókna, getur það að setjast að í nýju landi verið eini valkosturinn. Til að hjálpa við það ferli bjóðum við menningarfræðslu, tungumálakennslu og verkþjálfun sem og aðgang að menntun og atvinnu. Samt sem áður hefur innan við eitt prósent af þeim 14,4 milljónum flóttamanna sem Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sér um sest að í nýju landi.

Annar valkostur fyrir þá sem geta ekki snúið aftur heim er aðlögun að samfélaginu þar sem þeir eru. Þetta er oft flókið ferli sem gerir miklar kröfur til bæði einstaklingsins og samfélagsins. Samt sem áður hefur það líka sína kosti að gefa flóttamönnum tækifæri til að leggja sitt af mörkum félagslega og efnahagslega. Síðastliðinn áratug hefur 1,1 milljón flóttamanna fengið ríkisborgararétt í hælislandi sínu.