'
;

Samvinna um vernd

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur stofnað til samstarfs við fjölda aðila til að takast á við ákallandi verkefni tengd flóttamannavernd, búsetu í nýju landi og skipulagi. Til að vinna með markvissari hætti að hlutverki sínu vinnur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með aðilum bæði á sviði innleiðingar og framkvæmdar.

Samstarfsaðilar á sviði innleiðingar eru fjármagnaðir af Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Stofnanir sem fá ekki fjármagn frá okkur en hafa þó mikilvægt hlutverk í aðgerðum er varða flóttamenn eru kallaðar samstarfsaðilar á sviði framkvæmda.

Einn liður í samstarfi við samstarfsaðila er verkefnið Réttu hjálparhönd, sem komið var á fót 1997 þegar miklar ógnir steðjuðu að því hlutverki okkar að vernda. Síðan árásirnar voru gerðar á Bandaríkin 11. september, hefur þörfin fyrir að vernda og verja flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd orðið enn mikilvægari í núverandi andrúmslofti mikillar andúðar á fólki á vergangi.