'
;

Styrktaraðilar

Flóttamannahjálpin reiðir sig að öllu leyti á framlög frá ríkisstjórnum, Sameinuðu þjóðunum, alþjóðlegum stofnunum og frá einkageiranum. Við vinnum árið um kring við að afla fjár fyrir verkefni og bregðast við neyðartilvikum þegar þau eiga sér stað.

Reglulega uppfærðar upplýsingar um aðgerðir, fjárhagskröfur og framlög er hægt að nálgast á Global Focus-vefsíðunni, megin upplýsingaveitu okkar fyrir styrktaraðila.

Ráðstöfunarfé og framlög

 

 

 

Við breytilegar og margþættar aðstæður treystum við á styrktaraðila um framlög sem hægt er að ráðstafa eins sveigjanlega og mögulegt er. Þau gera okkur kleift að senda fjármuni þangað sem þeirra er helst þörf, útvega vernd, skjól, vatn, heilsugæslu, menntun og aðrar grunnþarfir fyrir milljónir flóttafólks, hælisleitendur, ríkisfangslausa og nauðungarflutta einstaklinga um allan heim.