Select a language for our global site:

Select a country site:
 

Öll höfum við rétt á að eiga samastað

Ríkisfang telst til mannréttinda en í dag er milljónum manna um allan heim neitað um ríkisfang. Þetta fólk er án ríkisfangs.

Af því leiðir að þetta fólk gæti átt í erfiðleikum með að fá aðgang að grundvallarréttindum svo sem menntun, heilbrigðsþjónustu, atvinnu og ferðafrelsi. æÍ sumum tilfellum má það ekki einu sinni stofna bankareikning, kaupa hús, fá ferðaskilríki eða ganga í hjúskap.

Ríkisfangsleysi hefur oft áhrif á minnihlutahópa og ríkisfangslaust fólk á á hættu að glíma við hindranir og jaðarsetningu ævilangt. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sett sér metnaðarfullt markmið, í samvinnu við ríkisstjórnir, samtök og aðra samstarfsaðila, um að binda enda á ríkisfangsleysi fyrir árið 2024.

Frekari upplýsingar um herferðina #IBelong er að finna hér.

Flóttamannastofnunin hefur umboð allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna til að standa vörð um fólk án ríkisfangs og draga úr og koma í veg fyrir ríkisfangsleysi.

Ríkisfangsleysi er vandamál af mannavöldum sem stafar af ýmsum þáttum svo sem gloppum eða mismunun í lögum um ríkisfang, til dæmis á grundvelli kyns, kynþáttar eða trúarbragða. Í löndum þar sem ríkisfang er aðeins fengið í erfðir frá öðrum einstaklingi af viðkomandi þjóðerni flyst ríkisfangsleysi frá kynslóð til kynslóðar. Fólk sem er ekki skráð við fæðingu á ríkisfangsleysi á hættu og ríkisfangsleysi getur einnig komið upp við nauðungarflutninga, breytingar á landamærum og tilkomu nýrra ríkja, til dæmis þegar minnihlutahópar eiga í erfiðleikum með að færa sönnur á tengsl sín við landið.

Frekari upplýsingar um ríkisfangsleysi má finna hér.

Ríkisfangsleysi á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum

Danmörk, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur og Svíþjóð eru aðilar að bæði samningnum frá 1954 um stöðu fólks án ríkisfangs og samningnum um að draga úr ríkisfangsleysi frá 1961.  

Almennt séð er enn erfitt að nálgast gögn um ríkisfangsleysi þar sem fólk án ríkisfangs er oft á jaðri samfélagsins, er ekki, eðli málsins samkvæmt, skilgreint sem ríkisborgarar og ekki öll lönd hafa innleitt skilgreiningar eða ferli til að bera kennsl á ríkisfangslaust fólk. Engu að síður áætlar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, miðað við fyrirliggjandi gögn, að meira en 292.000 ríkisfangslausir einstaklingar búi á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum (tölur frá 2022, þar með taldir einstaklingar sem ekki eru ríkisborgarar í Lettlandi og einstaklingar með óákveðið ríkisfang í Eistlandi). 

Fulltrúi Flóttamannastofnunarinnar fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslönd hefur undanfarin ár kortlagt ríkisfangsleysi á öllum Norðurlöndunum með það að markmiði að vekja athygli á ríkisfangsleysi og auka skilning á stöðu ríkisfangslausra. Auk þess hefur markmiðið verið að stuðla að áframhaldandi samtali við yfirvöld og fólk í valdastöðum til að auka vernd ríkisfangslausra einstaklinga og halda samtalinu áfram til að draga úr og takmarka ríkisfangsleysi í þessum löndum. 

 

Áskoranir og framfarir á svæðinu

Á síðustu árum hefur náðst mikill árangur í málefnum fólks án ríkisfangs á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum. Áður ríkisfangslausum einstaklingum hefur verið veittur ríkisborgararéttur í nokkrum löndum og ráðstafanir hafa verið gerðar til að bæta auðkenningu ríkisfangslausra einstaklinga.

Engu að síður eru gloppur og áskoranir enn til staðar og Flóttamannastofnunin mælir fyrir því að fleiri lönd innleiði ákvörðunaraðferðir varðandi ríkisfangsleysi og verndarráðstafanir fyrir börn sem fæðast án ríkisfangs innan landamæra ríkisins.

Á ráðstefnu valdamikilla ráðamanna um ríkisfangsleysi sem fram fór árið 2019, og þar sem var vakin athygli á því að tíu ára #IBelong-herferðin væri hálfnuð, samþykktu ríkin alls 350 sértækar og mælanlegar skuldbindingar til að binda enda á ríkisfangsleysi. Skuldbindingar komu einnig frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum, þar á meðal um að innleiða öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir ríkisfangsleysi barna (Eistland, Ísland og Finnland) og til að innleiða málsmeðferð við ákvörðun um ríkisfangsleysi (Eistland, Ísland og Lettland). Önnur lönd hétu því að halda áfram viðleitni sinni til að koma í veg fyrir ríkisfangsleysi eða nema burt núverandi fyrirvara við alþjóðlega samninga um ríkisfangsleysi.

Skýrslur og aðrar heimildir

Alþjóðleg aðgerðaáætlun

Árið 2014 hleypti Flóttamannastofnunin og samstarfsaðilar hennar af stokkunum 10 ára herferð og alþjóðlegri aðgerðaáætlun með 10 markvissum aðgerðum til að binda enda á ríkisfangsleysi fyrir árið 2024. Tengill hér.

Grípið til aðgerða

Taktu þátt í #IBelong-herferðinni okkar með því að skrifa undir og deila opna bréfinu um útrýmingu ríkisfangsleysis fyrir árið 2024. Hér getur þú einnig fundið nýjustu fréttir af alþjóðlegu baráttuna til að binda enda á ríkisfangsleysi.

Endir bundinn á ríkisfangsleysi barna

Börn án ríkisfangs eru sérstaklega viðkvæm – ekki aðeins eiga þau á hættu að hafa takmarkaðan aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu, heldur getur skortur á opinberum skjölum gert þau berskjaldaðri fyrir misnotkun og mansali.

Þrír hópar barna verða sérstaklega fyrir barðinu á þessu vandamáli:

  • Börn fæðast án ríkisfangs í Evrópu, til dæmis vegna þess að foreldrar þeirra eru ríkisfangslausir eða vegna þess að þau geta ekki erft ríkisfang foreldra sinna vegna gloppna eða mismununar í lögum um ríkisfang.
  • Börn sem eru ekki skráð við fæðingu, til dæmis í viðkvæmum minnihlutahópum eins og Rómafólki.
  • Börn sem koma til Evrópu sem flóttamenn eða hælisleitendur og eru án ríkisfangs frá heimalandi sínu.

Flóttamannastofnunin Sameinuðu þjóðanna og UNICEF hafa í sameiningu lagt fram tilmæli um hvernig skuli takast á við ríkisfangsleysi barna í Evrópu:

  • Tryggja skal að borin séu kennsl á sérhvert barn sem er á flótta eða tilheyrir farandfólki og að það njóti verndar við komuna til Evrópu.
  • Einfalda skal verklag til að gera börnum án ríkisfangs kleift að öðlast ríkisfang eins fljótt og auðið er.
  • Setja skal lög eða breyta lögum þannig að innleiddar séu verndarráðstafanir til að veita ölllum börnum sem annars væru ríkisfangslaus ríkisfang í landinu þar sem þau fæddust.

Fréttir um málefni ríkisfangslausra

Umsögn um íslenskt lagafrumvarp frá UNHCR

Umsögn um íslenskt lagafrumvarp frá UNHCR

UNHCR, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur lagt til umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga. Athugsemdir Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna eru aðgengilegar á ensku í heild sinni...

Kortlagning ríkisfangsleysis á Íslandi

Kortlagning ríkisfangsleysis á Íslandi

Fulltrúi Flóttamannastofnunarinnar fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslönd hefur undanfarin ár kortlagt ríkisfangsleysi á öllum Norðurlöndunum með það að markmiði að vekja athygli á ríkisfangsleysi og auka skilning á stöðu ríkisfangslausra. Auk þess hefur markmiðið verið...