'
;

Um okkur

Í meira en 65 ár hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) staðið vörð um réttindi og velferð flóttamanna um allan heim.

Starf okkar miðar að því að tryggja að allir njóti réttar til að leita hælis og finni öruggt skjól eftir að hafa flúið ofbeldi, ofsóknir, stríð eða hörmungar heima fyrir.

Frá 1950(??) höfum við staðið andspænis margvíslegu hættuástandi víða um heiminn og veitt bráðnauðsynlega aðstoð til flóttamfólks, hælisleitenda, fólks sem er flóttafólk í eigin landi og til ríkisfangslausra sem margir hafa engan lengur sem þeir geta leitað til.

Í dag leiðir UNHCR alþjóðlega starfsemi til að vernda og hjálpa milljónum manns.

Við veitum skjól, vatn og mat þegar neyðin kallar.

Við hjálpum til að vernda grundvallar mannréttindi og við að þróa langtímalausnir til þess að tryggja flóttafólki stað sem þau geta kallað heima.

Við tökum þátt í að bjarga lífi margra milljóna sem hafa hrakist að heiman. Við hjálpum þeim að búa sér betri framtíð.