Fræðsla um flóttafólk: Aldur 12-15
Fræðsla um flóttafólk: Aldur 12-15
Grunnhugtök
Fyrir þennan aldurshóp mælum við með því að nemendum séu kennd grunnhugtök um málefni flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og farandfólks, þar sem þau hugtök veita grunn að frekari skilning um málefnið. Skref 1 – Horfðu á myndskeiðin
Mælt er með því að kennarar og nemendur horfi fyrst á útskýringarmyndskeiðin um flóttafólk, farandfólk, fólk á flótta innanlands og umsækjendur um alþjóðlega vernd (í þessari röð).
Skref 2 – Parið myndskeiðin og kennslublöðin saman
Notið tilheyrandi kennslublöð til að setja saman kennsluáætlun. Fyrir hvert grunnhugtak, er gott að einbeita sér að því hvar fólk er (í eigin landi eða ekki), hvers vegna það er þar sem það er (ástæður fyrir að vera á flótta eða fyrir flutningum) og hver réttindi þeirra eru. Hvert myndskeiðsverkefni tekur rúmlega 15 mínútur. Þú getur parað myndböndin við annað kennsluefni, ef þér þykir það henta.
Flóttafólk
Að vera á flótta innanlands
Farandfólk
Leiðbeiningar um skólaverkefni
Til þess að færa hið flókna viðfangsefni flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og farandfólks nær daglegu lífi 12 til 15 ára ungmenna getur þú valið nokkur verkefni úr kennsluleiðbeiningunum hér að neðan. Verkefnin eru mislöng og hægt er að samþætta þau inn í ýmis kennsluumhverfi og staðsetningu, innan veggja skólans eða í nánasta umhverfi hans.
Myndskeiðsæfing
Horfið á myndskeiðið með nemendum og notið kennslublaðið til þess að framkvæma verkefni og spyrja nokkurra spurninga. Verkefnin taka á bilinu 15-30 mínútur.
Saga Hassan og Youssof
Hassan og Youssof eru 14 og 15 ára gamlir. Bræðurnir flúðu frá Sýrlandi ásamt föður sínum Suheil, sem er karate kennari, og móður sinni, systur sinni og þremur bræðrum. Þau fóru fyrst til Jórdaníu en fengu síðan aðsetur í Lúxemborg. Þeir hafa gaman af að vera í skólanum á meðan pabbi þeirra kennir karate. Bræðurnir eru einnig í karate og segja frá lífi sínu í nýja landinu.