Fræðsla um flóttafólk
Fræðsla um flóttafólk
Þetta þýðir einnig að kennarar í dag, eru að eiga við nýjar áskoranir í starfi sínu: Að útskýra aðstæður flóttafólks fyrir nemendum hefur þannig orðið hluti af daglegu verkefni margra kennara. Hins vegar, er það ekki auðvelt hlutverk að ræða spurningar í tengslum við flóttafólk og farandfólk í kennslustundum.
Til þess að auðvelda þessa áskorun fyrir kennara, hefur Flóttamannastofnun SÞ þróað kennsluefni um fólk á flótta. Íslensk útgáfa kennsluefnisins var kláruð í ágúst 2023 í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Á þessari vefsíðu finnur þú kennsluefni fyrir grunn- og framhaldsskóla. Efnið inniheldur myndskeið, æfingar, verkefni og handbók. Efnið stendur öllum til boða, endurgjaldslaust og hentar vel fyrir kennslu.
Áður en þú byrjar
Áður en byrjað er að kenna efni um flóttafólk, umsækjendur um alþjóðlega vernd og farandfólk og þegar unnið er með börnum á flótta, ætti þér að vera kunnugt um grunnhugtök, staðreyndir og tölfræði sem eiga við um málaflokkinn. Við mælum með því að allir kennarar lesi Kennarahandbókina.
Orð skipta máli
Að þekkja hugtökin flóttafólk, farandfólk og umsækjandi um alþjóðlega vernd, hefst með því að skilja nokkur grunnatriði. Orðið flóttafólk er oft notað sem almennt hugtak yfir fólk sem er á flótta vegna stríðs, ofbeldis eða ofsókna. En það eru mismunandi hópar fólks á flótta, hver með sínar þarfir. Það er mikilvægt að vita hvaða hópar það eru og mun það stuðla að betri skilning á þessu flókna efni. Það mun einnig hjálpa þér að skilja betur aðstæður flóttafólks, fólks sem sækir um alþjóðlega vernd og fleiri hópa sem þú gætir verið að kenna.
- Sæktu Orð skipta máli - Það er yfirlit sem auðveldar tilvísun í hugtök þegar þú ert að kenna eða setja saman kennsluáætlun.
Horfðu á þessi útskýringarmyndskeið í undirbúningi þínum fyrir kennslustundina. Þessi myndskeið eru einnig hluti af Fræðslu um flóttafólk fyrir aldur: 12-15 og aldur: 15-18. ***Á Íslandi og í íslensku, eru orð, skýringar og hugtök í sífelldri þróun – ekki hvað síst á þessu sviði – og það skiptir máli hvaða orð eru notuð. Þetta efni hefur verið útbúið og þýtt af mikilli ígrundun til að tryggja rétt og óhlutdrægt orðalag, en við erum vakandi yfir þróuninni og erum opin fyrir uppbyggilegri endurgjöf.***
Að vera á flótta innanlands
Fólk sem er á flótta innanlands er fólk sem neyðist til að flýja heimili sitt, en fer ekki frá heimalandi sínu.
Umsækjandi um alþjóðlega vernd
Umsækjendur um alþjóðlega vernd sækjast eftir alþjóðlegri vernd frá stríði og ofsóknum.
Réttindi flóttafólks
Hvaðan kemur flóttafólk?
Kennsluefni
Hér finnur þú kennsluefni um flóttafólk, umsækjendur um alþjóðlega vernd, farandfólk og ríkisfangslausa fyrir alla aldurshópa nemenda í grunn- og framhaldsskóla.
Veldu viðeigandi aldurshóp til þess að finna kennsluáætlanir, verkefnaleiðbeiningar, myndskeið og annað efni sem notað er í kennslustundinni.