Um Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur staðið vörð um líf og réttindi flóttafólks frá árinu 1950.

Flóttamannastofnunin starfar á heimsvísu að því að bjarga lífum, standa vörð um réttindi og búa flóttafólki, hópum sem lent hafa í nauðungarflutningum og ríkisfangslausum einstaklingum betri framtíð.

Við viljum tryggja að allir hafi rétt til að sækja um hæli og finna öruggan stað eftir að hafa flúið ofbeldi, ofsóknir, stríð eða hörmungar í heimalandi sínu. 

Frá árinu 1950 höfum við tekist á við ýmiss konar neyðarástand í mörgum heimsálfum og veitt flóttafólki, hælisleitendum, vegalausum innan eigin lands og ríkisfangslausum einstaklingum nauðsynlega aðstoð. Í samstarfi við fjölda aðila leitum við lausna sem tryggja að fólk geti sest að á öruggum stað og byggt sér upp framtið að nýju.