UNHCR um allan heim
UNHCR um allan heim
Starfsfólk Flóttamannastofnunarinnar starfar um allan heim. Árið 2025 var Flóttamannastofnunin með starfsemi í 135 löndum, allt frá stórum höfuðborgum til afskekktra og oft á tíðum hættulegra staða. Hvar sem flóttafólk sest að, störfum við náið með stjórnvöldum til að tryggja að staðið sé við samninginn um réttarstöðu flóttamanna frá 1951.
© UNHCR / B. Sokol
Meirihluti starfsliðs Flóttamannastofnunarinnar, um það bil 90 prósent þess, starfar á vettvangi við að veita mannúðaraðstoð og vernd, aðstoð við flóttafólk, vegalausa í eigin landi og aðra þá einstaklinga sem þurfa á aðstoð hennar að halda.
Annað starfsfólk er í höfuðstöðvum okkar í Genf og í alþjóðlegum þjónustumiðstöðvum í Búdapest, Kaupmannahöfn og Amman, og styður þar við starfsemi stofnunarinnar.