Close sites icon close
Search form

Leitaðu að vefsíðu landsins

Upplýsingar um lönd

Vefsíða fyrir land

Ísland sem framlagsríki

Ísland sem framlagsríki

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vi nnur að því að tryggja að allir eigi rétt til þess að leita hælis og finna öruggt skjól, eftir að hafa flúið átök, ofbeldi eða ofsóknir heima fyrir.Flóttamannastofnunin er nánast að öllu leyti fjármögnuð með frjálsum framlögum. Ísland er traust framlagsríki og samstarfsaðili Flóttamannastofnunarinnar og hefur aukið stuðning sinn umtalsvert á undanförnum árum.

Framlög Íslands til Flóttamannastofnunar

Ísland er traust framlagsríki og samstarfsaðili Flóttamannastofnunarinnar. Árið 2023 nam heildarframlag Íslands til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um 4,2 milljónum Bandaríkjadala, þar af var 42% óeyrnamerkt.

Helstu staðreyndir um Ísland sem framlagsríki:

  • Árið 2023 lagði Ísland fram meira en 1,3 milljónir Bandaríkjadala til viðbragða Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna við ástandinu í Úkraínu.
  • Árið 2022 meira en tvöfaldaði Ísland fjárframlag sitt til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem gerir það að sjöunda stærsta framlagsríkinu miðað við höfðatölu.
  • Ísland veitti einnig stuðning þegar að kom að viðbrögðum Flóttamannastofnunarinnar í Afganistan og á Sahel-svæðinu.
  • Ísland hefur jafnframt veitt stöðugan stuðning Flóttamannastofnunarinnar í Sýrlandi.

Fyrir frekari upplýsingar um fjármögnun Íslands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna er hægt að fylgjast með starfsemi okkar á X.

Lestu meira um áhrif framlaga Íslands