Tímalína: 

  • Árið 1950 var embætti flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna sett á laggirnar af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
  • 1951 var samningur um réttarstöðu flóttamanna samþykktur.
  • 1954 hlaut Flóttamannastofnunin Friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í Evrópu. En það leið ekki á löngu þar til við stóðum frammi fyrir nýrri neyð.
  • Á meðan á ungversku byltingunni stóð 1956 flúðu 200.000 manns yfir til Austurríkis. Ungverjarnir töldust vera „prima facie“ flóttamenn og því lagði stofnunin sitt af mörkum við að finna þeim stað. Þessi átök og eftirmálar þeirra áttu eftir að móta hvernig hjálparstofnanir takast á við flóttamannavandamál í dag.
  • Á sjöunda áratugnum orsakaði afnýlenduvæðing Afríku fyrstu flóttamannaneyð álfunnar af mörgum. Næstu tvo áratugina aðstoðuðum við einnig fólk á flótta í Asíu og Rómönsku Ameríku.
  • Árið 1981 fékk Flóttamannastofnunin aftur Friðarverðlaun Nóbels fyrir aðstoð við flóttafólk um allan heim.
  • Frá byrjun 21. aldar hefur Flóttamannastofnunin aðstoðað við mikilsháttar neyð í Afríku, Mið-Austurlöndum og Asíu. Við höfum einnig verið beðin um að nýta sérfræðiþekkingu okkar við að hjálpa vegalausu fólki innan eigin landa vegna átaka og stækkað hlutverk okkar hvað varðar aðstoð við ríkisfangslaust fólk. Í sumum hlutum heimsins, eins og Afríku og Rómönsku Ameríku, hefur flóttamannasamningurinn frá 1951 hlotið stuðning með sérstökum lagagerningum á viðkomandi stað.
  • Árið 2020 var sjötugsafmæli Flóttamannastofnunarinnar. Við höfum hjálpað yfir 50 milljónum einstaklinga á flótta við að koma aftur undir sig fótunum.
4d01e4526

Fyrsta verkefni Flóttamannastofnunarinnar árið 1951 var að hjálpa um milljón evrópskum ríkisborgurum, þar á meðal flóttafólki í búðum í Þýskalandi, sem enn hafði engan stað til að fara á eftir seinni heimsstyrjöldina. © UNHCR/1953

4d01ed5f6

Þegar nýlendustefnan rann sitt skeið á sjöunda áratugnum byrjuðu átök á mörgum stöðum í Afríku, m.a. og ekki í síðasta skiptið, erjur í Mið-Afríkuríkinu Rúanda. Þessi hópur Rúandabúa sést hér bíða eftir matardreifingu í flóttamannabúðunum í Oruchinga-dalnum í Úganda. © UNHCR/W. McCoy/1964

4d01eeae6

1974 urðu 400.000 einstaklingar heimilislausir vegna átaka á milli grískra og tyrkneskra samfélaga á Kýpur. Flóttamannastofnunin samhæfði aðstoð við matarúthlutun, heilbrigðisþjónustu og húsaskjól. © UNHCR/J. Mohr/1976

4d01ef4a6

Flóttafólk byrjaði að streyma frá Víetnam þegar Saigon féll fyrir norðurkóreskum her 1975. Um þrjár milljónir manna, þar á meðal þetta víetnamska bátafólk nýkomið til Malasíu 1978, flúði í kjölfar ýmissa átaka í Indókína. © UNHCR/K. Gaugler/1978

4d01f0946

Mískító-fólkið frá Níkaragúa bíður eftir matardreifingu í búðum í Hondúras á níunda áratugnum. © UNHCR/N. Goldschmidt/1982

4d01f0d46

Fólksflótti meira en sex milljóna Afgana byrjaði 1979. Fólk flúði til dæmis í Ghazi-flóttamannaþorpið í Pakistan. © UNHCR/H. Gloaguen/1984

4d01f7d46

Stuttu eftir loftárásir NATO gegn serbneskum vígstöðvum árið 1999 þurfti nær ein milljón borgara að flýja eða neyðast í útlegð frá Kósovó, þar á meðal þessir íbúar á landamærunum við fyrrum júgóslavneska lýðveldið Makedóníu (í dag Norður-Makedónía). © UNHCR/R. LeMoyne/1999