Skýrsla Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna: Kórónavísusinn er skelfileg ógn við menntun flóttamanna – helmingur flóttabarna heims er ekki í skóla

Í skýrslu sem gefin var út í dag, með yfirskriftinni Komum saman til flóttamannamenntunar, spáir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, því að ef alþjóðasamfélagið grípi ekki til tafarlausra og djarfra aðgerða til að vinna úr skelfilegum áhrifum COVID-19 á menntun flóttamanna, verði möguleikum milljóna ungra flóttamanna, sem búa í einum viðkvæmustu samfélögum í heiminum, ógnað enn frekar.  Gögnin í skýrslunni eru byggð á tölum um heildarinnritun í skóla 2019. 

Þó að börn í hverju landi hafi glímt við áhrif COVID-19 á menntun, kemur fram í skýrslunni að börn á flótta séu sérstaklega illa stödd. Fyrir heimsfaraldurinn var barn á flótta tvöfalt líklegra til að vera ekki í skóla en barn sem ekki var á flótta. Þetta á eftir að versna – mörg hafa kannski ekki tækifæri til að hefja nám aftur vegna skólalokana, erfiðleika með greiðslu gjalda, einkennisbúninga eða bóka, skorts á aðgangi að tækni eða vegna þess að þeim er gert að vinna til að framfleyta fjölskyldum sínum.  

Helmingur flóttabarna heims var þegar utan skóla,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Eftir allt sem þau hafa mátt þola getum við ekki rænt þau framtíðinni með því að neita þeim um menntun í dag. Þrátt fyrir þær gífurlegu áskoranir sem heimsfaraldur felur í sér getum við,  með auknum alþjóðlegum stuðningi við flóttafólk og móttökusamfélög þeirra, fjölgað nýstárlegum leiðum til að vernda þann mikilvæga ávinning sem náðst hefur í menntun flóttamanna undanfarin ár.“ 

Án aukins stuðnings gæti stöðug, margra ára barátta fyrir fjölgun í skóla, háskóla, tæknimenntun og iðnnámi verið snúið við – í sumum tilvikum til frambúðar – sem gæti stofnað tilraunum til að ná Markmiðum um sjálfbæra þróun 4 í hættu, við að tryggja öllum sanngjarna gæðamenntun.    

Í öflugum lokaorðum skýrslunnar sagði Mohamed Salah, Vodafone Foundation og UNHCR sendiherra fyrir Instant Network Schools Program: „Að tryggja gæðamenntun í dag þýðir minni fátækt og þjáningar á morgun.  Kynslóðir barna – milljónir barna á sumum fátækustu svæðum heims – munu eiga fyrir höndum dapra framtíð – nema við tökum öll þátt. En ef við vinnum sem lið, eins og eitt, getum við gefið þau tækifæri sem þau eiga skilið, að eiga veglega framtíð. Við skulum ekki missa af þessu tækifæri. “ 

Gögnin í skýrslunni  frá 2019 eru byggð á skýrslum frá tólf löndum sem hýsa meira en helming flóttabarna heims. Þó að 77% heildarinnritun sé í grunnskóla eru aðeins 31% ungmenna skráð í framhaldsskóla. Á háskólastigi eru aðeins 3% ungmenna á flótta skráðir.  

Langt á eftir alþjóðlegum meðaltölum tákna þessi tölfræði engu að síður framfarir. Innritunum í framhaldsskólanám fjölgaði með tugþúsundum flóttabarna sem nýlega gengu í skóla; 2% hækkun eingöngu árið 2019. Hins vegar er hætta á að COVID-19 heimsfaraldurinn afturkalli þessar sem og aðrar mikilvægar framfarir. Fyrir stúlkur á flótta er ógnin grafalvarleg. 

Flóttastúlkur hafa nú þegar minni aðgang að námi en strákar og eru þær helmingi líklegri til að vera skráðar í skóla þegar þær komast á framhaldsskólastig. Samkvæmt gögnum Flóttamannahjálparinnar hefur Malala-sjóðurinn áætlað að vegna COVID-19 muni helmingur flóttastúlkna í framhaldsskóla ekki snúa aftur þegar kennslustofur opna á ný í þessum mánuði. Í löndum þar sem heildarinnritun flóttastúlkna var þegar innan við 10%, er hætta á að allar stelpur falli frá til frambúðar, sem er hrollvekjandi spá fyrir komandi kynslóðir.  

Ég hef sérstaklega áhyggjur af áhrifum á flóttastúlkur. Menntun er ekki aðeins mannréttindi, heldur felur hún í sér vernd og efnahagslegan ávinning fyrir stúlkur á flótta, fjölskyldur þeirra og menntasamfélögin. Alþjóðasamfélagið hefur einfaldlega ekki efni á að láta þeim ekki í té þau tækifæri sem fylgja menntun,“ sagði Grandi. 

Að laga sig að þeim takmörkunum sem COVID-19 veldur hefur verið sérstaklega erfitt fyrir þau 85% flóttafólks í heiminum sem býr í þróunarlöndunum eða minna þróuðum löndum. Farsímar, spjaldtölvur, fartölvur, góð nettenging, ódýrt eða takmarkalaust gagnamagn, jafnvel útvarpstæki eru oft ekki aðgengileg samfélög fólks á vergangi. 

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, stjórnvöld og samstarfsaðilar vinna sleitulaust að því að brúa mikilvægar eyður og tryggja samfellu í flóttamenntun meðan á heimsfaraldrinum stendur með nettengdu námi, sjónvarpi og útvarpi og með því að styðja kennara og umönnunaraðila til að eiga samskipti við nemendur á meðan heilbrigðisleiðbeiningum er fylgt eftir  

Skýrslan sýnir hvernig fjölskyldur, samfélög og ríkisstjórnir vinna að því að veita flóttabörnum fræðslu. í henni má finna raunhæf dæmi um stjórnvöld sem hafa skrifað rétt flóttabarna til að sækja ríkisskóla  í lög , með sögum frá Ekvador og Íran. Menntamálaráðherra í Egyptalandi leggur áherslu á stafræna nýsköpun og tekið er mið af fjölskyldu í Jórdaníu sem nýtur góðs af umskiptum yfir í nám á netinu. Þar sem yfir helmingur flóttamanna heims býr í þéttbýli er lögð áhersla á mikilvægi þess að borgir taki vel á móti flóttamönnum, en borgarstjórinn í Coventry, Bretlandi, segir frá því hvernig borgin gerir það og hvers vegna það er skynsamlegt.  

Skýrslan hvetur stjórnvöld, einkageirann, sveitafélög og aðra helstu hagsmunaaðila til að sameina krafta sína til að finna lausnir sem styrkja innlend menntakerfi og tengjast leiðum til vottaðrar menntunar, tryggja og standa vörð um fjármögnun menntunar. Í skýrslunni stendur að án slíkra aðgerða hættum við á að týna heilli kynslóð flóttabarna sem svipt er menntun sinni. 

COVID-19 er ekki eina ógnin sem steðjar að menntun flóttabarna. Árásir á skóla er hræðilegur og vaxandi veruleiki. Á Sahel-svæðinu, í Afríku, hefur þurft að loka meira en 2.500 skólum vegna ofbeldis, sem hefur áhrif á menntun 350.000 nemenda.