Starf Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna við samþættingu á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum

Fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin leggur aukna áherslu á gagnkvæma aðlögun á öllu svæðinu. Slík nálgun felur meðal annars í sér samþættingu verkefna, áætlana og tengslaneta auk þess að taka mið af rannsóknarniðurstöðum og árangurs.

Framtíðarsýn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um aðlögun er að allir flóttamenn eigi að njóta góðs af stefnu og starfsháttum sem stuðla að og auðvelda félagslega og efnahagslega þátttöku og virkni. Samþættingarstarf Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á svæðinu byggir á stefnumótandi samstarfi og snýst um þátttöku og samvinnu ólíkra samþættingaraðila, svo sem staðbundin og innlend yfirvöld, frjáls félagasamtök, borgarasamfélagið, grasrótarsamtök, háskóla, svo og samtök undir forystu flóttamanna. Starfsemi Flóttamannastofnunar á Norðurlöndum og Eystrasaltssvæðum á sviði samþættingar og aðlögunar beinist að þremur forgangsverkefnum: 1) þekkingu, 2) stefnumótandi samstarfi við ólíka samþættingaraðila frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum, 3) stuðningi við getu flóttamanna til aðlögunar og þátttöku í nærsamfélaginu.

Í ljósi þess hversu flókið umhverfi samþættingar og aðlögunar er í tengslum við fastmótuð kerfi Norðurlandanna starfar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem leiðbeinandi aðili milli viðeigandi svæðisbundinna og evrópskra verkefna og kerfa með það að markmiði að byggja á og virkja enn frekar núverandi viðleitni til samþættingu og samstarfs.

Flóttamannastofnunin heldur áfram að hvetja og styðja Norðurlöndin til að viðhalda núverandi viðmiðum og verkefnum sem miða að gagnkvæmri aðlögun og samþættingu flóttamanna að nærsamfélaginu. Sérstaklega þeim sem byggja á röddum flóttamanna, þátttöku þeirra, réttindum og virðingu fyrir mannréttindum.

Í Eystrasaltslöndunum styður UNHCR ríki og yfirvöld við að þróa heildræna og mannréttindamiðaða nálgun í tengslum við aðlögun og samþættingu flóttamanna. Í þessu felst að tryggja að innleiðing á stefnum um aðlögun og samþættingu fylgi fullnægjandi og sjálfbær fjármögnun og að allir viðeigandi verkefnaaðilar tryggi hágæða samþættingarþjónustu. Eystrasaltslöndin eru öll hluti af flóttamannahjálparáætluninni fyrir Úkraínu, sem er samræmd og þverfagleg áætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna samin til að veita úkraínskum flóttamönnum vernd og stuðning.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vinnur með stjórnvöldum og sveitarfélögum, félagasamtökum og borgarasamfélaginu, einkageiranum og fræðimönnum, trúarstofnunum og sjálfboðaliðanetum sem og flóttamanna- og innflytjendasamfélögum. Slík svæðisbundin og sértæk samvinna í hverju landi fyrir sig, gerir Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna kleift að beita markvissri hugsun um aðlögun sem byggir á árangursríkum stefnum og starfsháttum. Þá beitir stofnunin sér fyrir heildrænni nálgun sem byggir á „samfélaginu öllu“ og miðar að því að skapa flóttamönnum tækifæri til að efla sjálfstraust sitt, sjálfsbjargarviðleitni og getu til aðgerða.

Flóttamannastofnun Sameinuðu leggur áherslu á samþættingu sem kraftmikið og margþætt ferli sem krefst gagnkvæmrar aðlögunar. Þegar vel tekst til leiðir slíkt ferli til fullrar og jafnrar aðildar að samfélaginu og undirbýr flóttamenn til að aðlagast móttökusamfélögum sínum án þess að gefa upp menningarlega sjálfsmynd sína. Gagnkvæm aðlögun undirbýr jafnframt móttökusamfélög og stofnanir til að taka á móti flóttamönnum og mæta þörfum ólíkra íbúa. . Ferlið er flókið og stigbundið, og samanstendur af lagalegum, efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum víddum.

Fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin vinnur með samstarfsaðilum á ýmsum samþættingarsviðum, þar á meðal í tengslum við félagslega- og efnhagslega aðlögun, samþættingu á vinnumarkaði og í nærsamfélögum, sem og á sviði menntunar og samskipta. Aðlögunaraðgerðir á svæðinu byggja á samstarfi og öflugu tengslaneti, eftirliti og hagsmunagæslu, samvinnu við flóttamenn og sveitarfélög, yfirfærslu og aðlögun góðra starfshátta ásamt því að vinna markvisst gegn hvers konar orðræðu sem dregur upp mynd af aðlögun sem staðbundnu vandamáli.

Vinnumarkaður, atvinna og frumkvöðlastarfsemi

Tækifæri til atvinnu og þátttöku á vinnumarkaði í móttökusamfélagi er mikilvægt skref fyrir sjálfsbjargarviðleitni flóttamanna og farsæla aðlögun.

Til að efla þátttöku flóttamanna á vinnumarkaði og virkja einkageirann fyrir ýmiss konar atvinnuverkefni, vinnur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna meðal annars með samtökum á borð við ‚Diversity Charters‘ á Eystrasaltslöndunum og ‚Tent Partnership for Refugees‘ á Norðurlöndum. Í Litháen var til að mynda ‚The Refugee Fellowship Initiative‘ sett á laggirnar af UNHCR, ‚Litháíska Diversity Charters‘ og ‚Litháíska Rauða krossinum. Með slíku framtaki geta flóttamenn fótað sig betur á litháískum vinnumarkaði og fyrirtæki hafa notið góðs af því að tengjast fagfólki í gegnum áætlunina.

UNHCR styður einnig við IKEA samstarfið á Norðurlöndunum. Það er hluti af skuldbindingu IKEA Ingka Group, sem lofað var á Alþjóðlega flóttamannaþinginu árið 2019, til að aðstoða flóttamenn við atvinnutækifæri og starfsþjálfun í 30 löndum, á sama tíma og markmiðið er að vinna gegn neikvæðri orðræðu um umsækjendur um alþjóðlega vernd og aðlögun flóttamanna.

Um allan heim, og einnig á Norðurlöndunum og Eystrasaltssvæðinu, sýna flóttamenn mikla möguleika á frumkvöðlastarfi með því að byggja upp fyrirtæki og skapa félagsleg og borgaraleg frumkvæði. Í Eistlandi hafa Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðilar stutt við stofnun og þróun félagslegs framtaks og frumkvöðlastarfs fyrir flóttamenn sem kallast Siin & Sääl.

Að vinna með borgum

Stuðningur við sjálfbæra samþættingu á staðbundnum svæðum með félagslegri samheldni og jöfnum tækifærum er eitt af lykilmarkmiðum fulltrúa Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum – og þar gegna borgir mikilvægu hlutverki. Gagnkvæm aðlögun tryggir ekki eingöngu samfélagslega uppbyggingu án aðgreiningar heldur er slíkt ferli mikilvægur liður í að skapa velmegandi og blómleg staðbundin samfélög eins og hefur verið viðurkennt af mörgum borgum á Norðurlöndum og í Eystrasaltssvæðinu.

Flóttamannastofnunin er að kynna verkfærasett stefnumótunar UNHCR og fólksflutninga: „Árangursrík aðlögun flóttamanna: þátttökuaðferðir fyrir iðkendur á staðbundnum vettvangi“. Meginmarkmið frumkvæðisins er að veita staðbundnum samþættingaraðilum þekkingu til að tryggja þátttökumiðaða nálgun í verkefnum og aðgerðaráætlunum er snúa að samþættingu og aðlögun flóttamanna á svæðinu.

UNHCR hefur stutt svæðisbundið FOR-IN verkefni. Þetta sameiginlega frumkvæði beinist að því að efla getu samþættingaraðila, styðja svæðisbundin tengslanet og samvinnu aðlögunaraðila, stuðla að virkri þátttöku flóttamanna í hönnun, undirbúningi og framkvæmd starfsáætlana sem styðja við aðlögun þeirra.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna á í samstarfi við áætlun Evrópuráðsins um fjölmenningarborgir, borgir á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum sem og samtök sveitarfélaga og svæðisbundinna yfirvalda til að hlúa að fjölbreytileika og þátttöku, þar sem heildræn samþættingar- og aðlögunarstefna skilur engan eftir.

Jonava varð fyrsta Eystrasaltsborgin til að taka þátt í Intercultural Cities áætluninni á meðan Riga varð fyrsta Eystrasaltsborgin til að taka þátt í áætluninni. UNHCR stuðlar einnig að samstöðu og meðvitund um málaflokkinn, styður flóttamenn og leiðir samfélög saman með því að bjóða borgum um allt svæðið að skrifa undir samstöðuyfirlýsingu #WithRefugees. Frá Norðurlöndunum og Eystrasaltssvæðinu, Reykjanesbær á Íslandi og Jonava í Litháen, hafa hingað til gengið til liðs við Cities #WithRefugees frumkvæði Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Aðgerðir okkar

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stuðlar að þýðingarmikilli þátttöku flóttamanna við hönnun og framkvæmd aðlögunaráætlana. Þá styður stofnunin einnig við það að flóttamenn veiti mikilvæga endurgjöf á þá þætti sem þarfnast úrbóta í öllu því flókna ferli sem flóttamenn fara í gegnum. . Ein hluti af áætlunin er Nýsköpunarsjóður undir forystu flóttamanna sem styrkir flóttamenn með nýstárlegri aðlögunaraðferð eins og Talent Together frumkvæðinu sem er sérstaklega hannað til að efla frumkvöðlahæfileika flóttamanna.

Bein samskipti og samræður við flóttamenn auðvelda þátttöku, endurgjöf og þróun gagnreyndra ákvarðana og aðgerðaáætlana. Þátttaka flóttamanna er réttur sem stuðlar að vernd og dregur úr vanmáttarkennd, styrkir fólk til uppbyggingar og hjálpar flóttamönnum að takast á við áföll.

Skýrslur og önnur úrræði: