Select a language for our global site:

Select a country site:
 

Ísland sem framlagsríki

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR vinnur að því að tryggja að allir eigi rétt á að leita hælis og finna öruggt skjól, eftir að hafa flúið átök, ofbeldi eða ofsóknir heima fyrir. 

Flóttamannastofnunin er nánast að öllu leyti fjármögnuð með frjálsum framlögum. Ísland er traust framlagsríki og samstarfsaðili UNHCR og hefur aukið stuðning sinn umtalsvert á undanförnum árum.

Frekari upplýsingar um verkefni Flóttamannastofnunarinnar, má nálgast hér.

Lestu meira um áhrif framlaga Íslands

Ísland styrkir UNHCR um 2.4 milljónir USD

Ísland styrkir UNHCR um 2.4 milljónir USD

Ísland hefur aukið framlög sín til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til þess að bregðast við afleiðingum átakanna í Sýrlandi og sýnir um leið samstöðu með flóttafólki og þeim sem flúið hafa heimili sín vegna átakanna í landinu. Framlagið, að upphæð 2.4 milljóna USD, er það stærsta sem íslensk stjórnvöld hafa nokkru sinni veitt til UNHCR. Framlagið verður nýtt til að styðja við flóttamenn innan landamæra Sýrlands en einnig til stuðnings við flóttamenn sem hafast við í flóttamannabúðum í helstu nágrannaríkjum Sýrlands.